Harvey Elliott er ekki nafn sem margir kannast við en hann er ungur leikmaður Fulham á Englandi.
Eliott er aðeins 16 ára gamall en hann fagnaði afmæli sínu fyrir mánuði síðan og spilaði í dag í efstu deild.
Hann er talinn gríðarlegt efni og kom við sögu er Fulham tapaði 1-0 fyrir Wolves í úrvalsdeildinni.
Elliott er nú yngsti leikmaður sögunnar til að spila í úrvalsdeildinni og bætir met Matthew Briggs.
Briggs var einnig á mála hjá Fulham en var mánuði eldri en Elliott er hann spilaði gegn Middlesbrough árið 2007.
Eliott er fæddur þann 4. apríl árið 2003 og kom til Fulham frá Queens Park Rangers er hann var 15 ára gamall.