Neil Warnock, stjóri Cardiff City, er einstakur en hann sá sína menn spila við Crystal Palace í dag.
Warnock og félagar töpuðu 3-2 á heimavelli og er nú ljóst að liðið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Warnock vakti athygli fyrir leik er myndavél á vellinum var miðað beint á þennan litríka stjóra.
Myndavélin fékk alla athygli Warnock sem starði í linsuna eins og óður maður og labbaði að henni.
Ljósmyndarinn þurfti í kjölfarið að bakka er Warnock kom nær og nær en hans leikþáttur hefur vakið verðskuldaða athygli.
Myndbandið má sjá hér.
Can we reserve a special place in the Premier League just for Neil Warnock??pic.twitter.com/mWEKlJaOZO
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) 4 May 2019