Lið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni fær á sig mikla gagnrýni þessa stundina eftir leik gegn Valencia á dögunum.
Arsenal spilaði við Valencia í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og hafði betur 3-1 á heimavelli.
Næstum 60 þúsund plastpokum var dreift á meðal stuðningsmanna liðsins sem gerðu sér leið á völlinn.
Stuðningsmenn voru beðnir um að halda pokunum á lofti í stúkunni til að búa til mósaík sem skapar stemningu.
Plastpokar fara alls ekki vel með umhverfið en þeim var svo hent út um allt og vantaði ekki upp á ruslið á vellinum.
Plastpokarnir voru svo sannarlega ekki umhverfisvænir og fær félagið mikla gagnrýni fyrir að sýna umhverfinu litla virðingu.
Sumir kalla eftir því að félaginu verði refsað en pokarnir voru notaðir í tvær mínútur áður en þeim var hent.
@Arsenal, fighting against plastic waste and climate change? Terrible idea to ‘paint’ the stadium with bags that ended in the floor. pic.twitter.com/VRSz5NedJR
— Fernando García (@fzurro) 2 May 2019
Climate change is real. What do @Arsenal do… print on 60,000 plastic carrier bags ? pic.twitter.com/OjgEchLT4a
— Flash (@MaxGordon94) 2 May 2019
@Arsenal print 60,000 not-recyclable plastic bags to be used for about 2 minutes only….. The day after a #ClimateEmergency is declared.
Ashamed to be a season ticket holder. pic.twitter.com/DralaiIOnE— Roderik Gonggrijp (@LeFouPedalant) 2 May 2019