Nick Wilkinson er ekki nafn sem margir kannast við en hann er stuðningsmaður Liverpool á Englandi.
Wilkinson komst í fréttirnar á dögunum en hann þykir vera afar líkur Jurgen Klopp, stjóra liðsins.
Hann starfar sem barþjónn og á það til að klæða sig í Liverpool-galla líkt og Klopp sem klæðist fötum merktum Liverpool dagsdaglega.
Wilkinson er meira að segja jafn gamall og Klopp en þeir eru báðir 51 árs gamlir.
,,Ég er aðeins barþjónn en stundum líður mér eins og ég sé frægur,“ sagði Wilkinson en hann vakti fyrst athygli er hann fékk sér að borða á skyndibitastaðnum KFC.
,,Á hverjum degi þá kemur fólk upp að mér og biður mig um mynd því ég lít út eins og Jurgen. Ég samþykki það og brosi – þetta gerist mjög oft í dag.“
Eins og sjá má er vel hægt að ruglast á þeim félögum.