Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle.
Það var boðið upp á frábæra skemmtun á St. James’ Park en Liverpool vann að lokum dramatískan sigur.
Liverpool komst tvisvar yfir í leiknum í fyrri hálfleik en í bæði skiptin jöfnuðu heimamenn.
Það var svo Divock Origi sem tryggði Liverpool stigin þrjú með marki á 86. mínútu og skaut liðinu á toppinn.
Origi skoraði með skalla eftir aukaspyrnu en miðjumaðurinn Fabinho fiskaði hana.
Það eru þó alls ekki allir sammála um að dómurinn hafi verið réttur en Matt Ritchie var dæmdur brotlegur.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Was there a sniper in the crowd tonight? ?pic.twitter.com/6h48OhACyF
— FUN88 (@fun88eng) 4 May 2019