Kolbeinn Finnsson hefur verið lánaður í Fylki frá Brentford. Þetta staðfesti Hrafnkell Helgason formaður knattspyrnudeildar Fylkis í samtali við Fótbolta.net.
Fylkismenn vona að Kolbeinn fái leikheimild fyrir leikinn gegn ÍA á sunnudag.
Búast má við að Fylkir noti þennan efnilega pilt á kantinum en hann getur einnig leikið á miðsvæðinu.
Kolbeinn er 19 ára gamall en hann yfirgaf Fylki fyrir þremur árum og fór til Gronigen í Hollandi.
Hann fór svo til Brentford fyrir ári síðan, hann vonast eftir dýrmætri reynslu í Pepsi Max-deldinni.