Jurgen Klopp, stjóri Liverpool heldur í vonina að Manchester City misstígi sig og hans drengir vinni ensku úrvalsdeildina.
Þegar tvær umferðir er eftir þarf Liverpool að vinna sína leiki og vona að City misstígi sig gegn Leicester eða Brighton.
Það er ekki þungt yfir Klopp þrátt fyrir skell gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni.
,,Strákarnir eru á eldi, þegar þú getur unnið deildina, þá er ekki nein þreyta. Þú færð auka kraft,“ sagði Klopp en lærisveinar hans heimsækja Newcastle á morgun.
Tapi Liverpool stigum er ljóst að Manchester City er svo gott sem enskur meistari.