Arsenal vann 3-1 sigur á Valencia í Evrópudeildinni í gær, liðið er með tíu tær í úrslitaleiknum.
Mesut Özil mætti til leiks með hálsmenn sem Þjóðverjar eru ekki alveg sáttir við.
Özil hætti að leika með þýska landsliðinu, síðasta haust. Stór ástæða voru tengsl hann við Tyrkland.
Özil var harkalega gagnrýndur í Þýskalandi fyrir að sjást með Erdogan, forseta Tyrklands en þangað á hann ættir að rekja.
Özil mætti svo til leiks í gær með hálsmen með merki Tyrklands og það hefur vakið furðu í Þýskalandi.