,,Það er hátíð í bæ, það er langt síðan að HK var í efstu deild,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks fyrir leikinn gegn HK í Pepsi Max-deild karla á morgun.
Liðin mætast klukkan 16:00 í Kórnum í Kópavogi og má búast við fullu húsi, fyrsti leikur liðanna í efstu deild í ellefu ár.
,,Stemmingin verður mikil, fullt af fólki, algjör hátið í bæ.“
Gunnleifur og Blikar stefna á það að vinna titil í ár, það gæti gerst.
,,Mér finnst við vera með lið til að vinna titla, ég hef mikla trú á þessum mannskap.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.