Jóhann Berg Guðmundsson er mættur aftur í byrjunarlið Burnley er liðið heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Jóhann hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið en Gylfi Þór er líkt og venjulega í byrjunarliði Everton.
Everton hefur spilað vel síðustu vikur en Burnley hefur bjargað sér frá falli.
Byrjunarliðin eru hér að neðan.
Everton: Pickford, Coleman, Zouma, Keane, Digne, Schneiderlin, Gueye, Richarlison, Gylfi, Bernard, Calvert-Lewin
Burnley: Heaton(c), Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Berg Jóhann Berg, Westwood, Cork, Brady, Barnes, Wood