Barcelona er í frábærri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir leik gegn Liverpool á Nou Camp í gær.
Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur í undanúrslitum keppninnar en seinni viðureignin fer fram í Liverpool. Fyrsta mark leiksins gerði Luis Suarez fyrir heimamenn gegn sínum fyrrum félögum í Liverpool. Suarez potaði boltanum í netið eftir fallega sendingu Jordi Alba.
Í seinni hálfleik var röðin komin að Lionel Messi sem bætti við tveimur mörkum fyrir þá röndóttu. Seinna mark Messi var eitt af mörkum ársins en hann sneri boltann stórkostlega í markmannshorn Alisson Becker beint úr aukaspyrnu. Liverpool fékk dauðafæri til að laga stöðuna stuttu eftir mark Messi en inn vildi boltinn ekki og lokastaðan 3-0 á Nou Camp.
Þegar Barcelona fékk aukaspyrnuna var Messi í baráttu við Fabinho. Stuðningsmenn Liverpool telja margir, að frekar hefði átt að dæma á Messi. Hann hafi slegið til Fabinho.
Atvikið má sjá hér að neða, hvað segir þú?
Messi pega un puñetazo al rival merecedor de roja, por su contra el árbitro pita falta y llega el tercero.
VARcelona pic.twitter.com/9LWRPUdD2p— Xisco (@xisco_manjon) May 1, 2019