fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Kristján segir Gary Martin of massaðan: Bróðir leikmanns Vals gagnrýnir hann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Mjólkurbikar karla eftir leik við FH á Origo-vellinum Í gær. Valur fékk FH í heimsókn á Hlíðarenda og höfðu gestirnir að lokum betur með tveimur mörkum gegn einu.

Jakup Thomsen kom FH yfir á 29. mínútu leiksins og svo í síðari hálfleik bætti Atli Guðnason við öðru. Valsmenn löguðu stöðuna á 69. mínútu er Birnir Snær Ingason skoraði en lengra komust heimamenn ekki.

Þegar besta lið landsins síðustu ár, hikstar eru gagnrýnisraddir fljótar að spretta upp. Þær heyrast víða eftir jafnteflið gegn Víkingi í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar, og eftir tapið í gær.

,,Mér finnst voða lítið að frétta úr uppspili og öðru, ég velti því fyrir mér hvort þessi kaupstefna. Að hrúga inn mönnum í stað þess að taka tvo í háklassa. Að taka þá fimm ágæta leikmenn,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Dr. Football í dag.

Nýir leikmenn Vals eru ekki að heilla Kristján og fær danski miðjumaðurinn, Lasse Petry á baukinn.

,,Kaj Leó er ekki að heilla mig, Lasse Petry átti að vera einhver besti miðjumaður sem hefur komið í íslenska boltann, hann getur ekkert.“

,,Ólafur Karl Finsen er ekki að finna sig, Gary Martin er allt of massaður,“
sagði Kristján en fleiri gagnrýna Gary þessa dagana.

Þar á meðal er Ómar Ingi sem er bróðir Orra Sigurðar Ómarssonar, sem gekk aftur í raðir Vals í vetur. Hann segir hann ekki nýta færin.

,,Það myndi hjálpa Vali mikið ef Gary þyrfti ekki 10 færi til að skora mark,“ skrifar Ómar á Twitter eftir leikinn í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Í gær

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki