David Moyes var rekinn frá Manchester United árið 2014 eftir að hafa stýrt liðinu í átta mánuði.
Moyes var nokkuð óvænt ráðinn til starfa eftir að Sir Alex Ferguson ákvað að hætta að þjálfa.
Það byrjaði þó illa hjá Moyes og var hann fljótlega látinn fara. Hann segist hafa grátið eftir ákvörðun félagsins.
,,Síðast þegar ég grét var örugglega þegar ég var rekinn frá Manchester United,“ sagði Moyes.
,,Ég tel ekki að það sé mikill munur á liðinu síðan ég var þarna og hvernig það er í dag.“
,,Þegar ég tók við þá þurftu breytingar að eiga sér stað, breytingar á leikmönnum og það hefði allt tekið tíma.“
,,Félagið hefur ekki komist mikið lengra áfram á þessum fjórum árum síðan ég var þarna.“