Iker Casillas, hafði ekki hugmynd um það að hann hefði fengið hjartaáfall á æfingu í gær. Umboðsmaður hans greinir frá.
Casillas fór í aðgerð á spítala í Porto í gær eftir æfingu liðsins, þessi 37 ára gamli markvörður er á batavegi, eftir aðgerð.
,,Iker hafði æft mikið á þriðjudag og svo aftur í gær. Um miðja æfingu í gær fann hann fyrir verk í brjóstkassa, munni og hendinni,“ sagði umboðsmaður hans.
,,Við erum þakklátir fyrir læknalið Porto, þeir komu Iker fljótt á spítala. Hann missti aldrei meðvitung, honum leið illa en hann vissi ekki að hann hefði fengið hjartaáfall.“
,,Casillas fékk bara að vita af þessu eftir aðgerðina, hann er mjög heppin. Ef þetta hefði gerst heima, þá er ég viss um að Iker hefði ekkert gert og farið á æfingu.“