Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, er ekki aðeins að einbeita sér að fótbolta þessa dagana.
Aguero er einn besti leikmaður ensku deildarinnar og hefur verið í þónokkur ár síðan hann kom frá Atletico Madrid.
Hann ákvað að reyna fyrir sér í tónlistarmyndbandi á dögunum en um er að ræða myndband við lagið „22“.
Það er eftir söngkonuna Tini Stoessel en hún kemur frá Argentínu líkt og Aguero.
Talið er að þau tvö séu í einhvers konar sambandi og náði hún að sannfæra Aguero um að leika í myndbandinu.
Það er þó talað um það að sóknarmaðurinn hafi litið ansi vandræðalega út og kannski er leiklist ekki hans svið.
Myndir af honum í myndbandinu má sjá hér.