Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu, er einn af þeim sem reynir að tryggja sér dýrasta bíl heims.
Um er að ræða bifreið frá Bugatti sem kallast Voiture Noire en það er dýrasti bíll heims ef skoðað er nýjar vörur.
Bíllinn mun kosta tíu milljónir punda en Ronaldo keypti Bugatti Chiron fyrir 2,15 milljónir punda á síðasta ári.
Portúgalinn elskar að versla sér bíla og á stóran flota þar sem má einnig finna Aston Martin, Lamborghini og Rolls Royce bifreiðar.
Það verður hart barist um nýja bíl Bugatti en aðeins einn verður framleiddur og um er því að ræða gríðarlega sjaldgæfan grip.
Ronaldo fær gríðarlega vel borgað fyrir sín störf og þénar 500 þúsund pund hjá Juventus aðeins fyrir það að spila knattspyrnu.
Hann er einnig með sína eigin fatalínu og þénar líklega hærri upphæðir fyrir fyrirsætu og auglýsingastörf.