fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Plús og mínus – Getur farið aftur í atvinnumennsku

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 1. maí 2019 18:33

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur er úr leik í Mjólkurbikar karla eftir leik við FH á heimavelli í kvöld en spilað var á Hlíðarenda.

FH gerði sér lítið fyrir og komst í 2-0 áður en heimamenn náðu að minnka muninn í með marki frá Birni Snæ Ingasyni.

Þeir Jakup Thomsen og Atli Guðnason gerðu mörk FH sem vinnur góðan 2-1 sigur og fer í næstu umferð.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Leikur FH var afar öflugur, þá sérstaklega sóknarlega. Færslurnar voru góðar og hreyfðu þeir varnarmenn Vals til og frá, er handbragð Ólafs Kristjánssonar, loks að ná almennilega í gegn. Veit á gott.

Jónatan Ingi Jónsson, kantmaður FH hefur byrjað sumarið frábærlega. Var frábær í dag og getur náð aftur út í atvinnumennsku, haldi hann svona áfram.

Atli Guðnason er einstakur leikmaður, hann skoraði gott mark í dag. Atli hefur frá árinu 2004 spilað með meistaraflokki en virðist alltaf finna hungrið til að gera vel.

Mínus:

Sóknarleikur Vals er fullur af tilviljunum, þá eru kantmenn liðsins í tómu veseni. Þeir Emil Lyng og Kaj Leo í Bartolsstovu byrja sumarið illa, og þurfa að gefa hressilega í.

Hannes Þór Halldórsson og varnarlína Vals verða að ná betur saman, blaðamaður telur að Sebastian Hedlund verði að koma inn í hjarta varnarinnar, svo að allt smelli.

Gunnar Nielsen markvörður FH hefði átt að verja mark Vals, hann þarf að stíga upp eftir slakt tímabil í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar