Neil Warnock, stjóri Cardiff City, hefur fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu.
Þetta var staðfest í dag en Warnock var sektaður um 20 þúsund pund eftir ummæli sem hann lét falla í mars.
Warnock var bálreiður eftir leik gegn Chelsea og talaði um dómara á Englandi sem þá verstu í Evrópu.
Enska sambandið tók sinn tíma í að fara yfir málið og ákvað að setja Warnock ekki í hliðarlínubann.
Þess í stað þarf hann að borga 20 þúsund pund í sekt og verður að passa sig á því sem hann segir í framtíðinni.