fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Hvernig er hægt að bera þetta saman? – Fengu vægari refsingu fyrir kynþáttafordóma

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 1. maí 2019 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Warnock, stjóri Cardiff City, hefur fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

Þetta var staðfest í dag en Warnock var sektaður um 20 þúsund pund eftir ummæli sem hann lét falla í mars.

Warnock var bálreiður eftir leik gegn Chelsea og talaði um dómara á Englandi sem þá verstu í Evrópu.

Enska sambandið tók sinn tíma í að fara yfir málið og ákvað að setja Warnock ekki í hliðarlínubann.

Það vekur gríðarlega athygli að Warnock fékk sjálfur hærri sekt en knattspyrnusamband Svartfjallalands fékk nýlega.

Svartfjallaland var sektað um 17 þúsund pund eftir að stuðningsmenn liðsins voru með kynþáttafordóma í garð leikmanna enska landsliðsins.

Það þykir vera til skammar að sú upphæð hafi verið svo lítil en einnig voru stuðningsmenn Svartfjallalands dæmdir í eins leiks bann og verður næsti leikur liðsins spilaður fyrir luktum dyrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó