Iker Casillas, markvörður Porto er á sjúkrahúsi þar í landi, fjölmiðlar í Portúgal segja að hann hafi fengið hjartaáfall á æfingasvæði félagsins í dag.
Casillas var við æfingu þegar hann fékk vægt hjartaáfall samkvæmt miðlum þar í landi.
Sagt er að Casillas sé þó ekki í lífshættu, hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu.
Casillas er 37 ára gamall markvörður en lengst af lék hann með Real Madrid, þar er hann goðsögn.
Casillas hefur átt magnaðan feril en hann stóð vaktina lengi vel í marki Real Madrid.
BREAKING: Portuguese media reporting Porto goalkeeper Iker Casillas has suffered a suspected heart attack at the club’s training ground
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2019