Valur 1-2 FH
0-1 Jakup Thomsen(29′)
0-2 Atli Guðnason(61′)
1-2 Birnir Snær Ingason(69′)
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Mjólkurbikar karla eftir leik við FH á Origo-vellinum Í kvöld.
Valur fékk FH í heimsókn á Hlíðarenda og höfðu gestirnir að lokum betur með tveimur mörkum gegn einu.
Jakup Thomsen kom FH yfir á 29. mínútu leiksins og svo í síðari hálfleik bætti Atli Guðnason við öðru.
Valsmenn löguðu stöðuna á 69. mínútu er Birnir Snær Ingason skoraði en lengra komust heimamenn ekki.
Valsmenn verða því að einbeita sér að deildarkeppni en eiga einnig leiki eftir í Evrópu.