Liverpool þarf ekki á Philippe Coutinho að halda aftur en hann var seldur til Barcelona á síðasta ári.
Þetta segir Mark Lawrenson, fyrrum leikmaður liðsins en hann telur að leikmannahópur liðsins sé nógu sterkur þessa stundina.
Lawrenson er þó með leikmann í huga sem gæti styrkt Liverpool og er það Eden Hazard sem spilar með Chelsea.
,,Ég held að það sé ekki hægt að segja að það lið sem nær 97 stigum skorti eitthvað,“ sagði Lawrenson.
,,Þeir þurfa kannski á varamanni fyrir Andy Robertson að halda, þeir eru í ágætum málum í miðverði og í hægri bakverði. Kannski sóknarsinnaðan miðjumann eða tíu.“
,,Ég held að þeir muni ekki kaupa marga leikmenn, ég myndi ekki búast við meira en tveimur eða þremur.“
,,Ég tel að þeir þurfi ekki Coutinho aftur. Coutinho þarf að vera aðalmaðurinn í liðinu og því hefur hann verið í smá vandræðum hjá Barcelona.“
,,Ef Chelsea myndi bjóða okkur Eden Hazard fyrir 100 milljónir þá myndum við taka hann strax. Ég held þó að hann sé að læra spænsku þessa dagana.“