fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Ein af hetjum Leicester ætlar að fara annað: ,,Ég er ekki miðjumaður“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 1. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shinji Okazaki, leikmaður Leicester, hefur ákveðið að hann ætli að yfirgefa félagið í sumar.

Þessi öflugi japanski framherji hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili og ef hann spilar er það ekki í fremstu víglínu.

Okazaki vill fá að spila fremstur á vellinum og ætlar að fara annað svo það geti orðið að veruleika.

Okazaki var ein af hetjum Leicester er liðið vann ensku úrvalsdeildina óvænt árið 2016.

,,Ég hef ákveðið að yfirgefa Leicester því ég vil spila fyrir lið þar sem ég get barist um sæti sem framherji,“ sagði Okazaki.

,,Ég hef fengið fá tækifæri til að spila á þessu tímabili og hlutverk mitt er svo sannarlega ekki hlutverk framherja. Það er eins og ég sé annar miðjumaðurinn.“

,,Ég er ekki miðjumaður þegar ég ber mig saman við miðjumenn sem eru í ákveðnum gæðaflokki.“

,,Ég mun taka ákvörðun út frá því hvort ég geti spilað einhvers staðar sem framherji. Það væri áhugaverðara að spila þar sem það er hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó