Rafael van der Vaart upplifði góða tíma hjá liði Tottenham á sínum tíma en hann lék með liðinu frá 2010 til 2012.
Hollendingurinn ákvað að rifja upp magnaðan leik við Arsenal árið 2011 er hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli.
Það voru þó ekki mörkin sem stóðu upp úr fyrir Van der Vaart heldur hvernig hann fór með Jack Wilshere, þáverandi leikmann Arsenal.
Van der Vaart man eftir því að hafa klobbað Wilshere tvisvar í leiknum sem er ofarlega í minningunni.
,,Eitt það besta sem ég gerði var að klobba Jack Wilshere tvisvar sinnum,“ sagði Van der Vaart.
,,Við skemmtum okkur svo mikið á þessum árum og þetta var besta minningin.“