fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Ýktar sögur um meiðsli Hannesar: Meiddist í heimskulegri tæklingu en kveðst klár

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals er ekki eins alvarlega meiddur og rætt hefur verið um. Markvörðurinn meiddist þegar hann var rekinn af velli  þann 18 apríl. Valur tapaði þá gegn Stjörnunni í leiknum um meistara meistaranna, markvörðurinn straujað þá Þorstein Má Ragnarsson og fékk rautt spjald. Í atvikinu meiddist hann svo á öxl, meiðsli sem hafa hrjáð hann áður. Þetta var fyrsti leikur Hannesar með Val.

,,Ég meiddist í þessari heimskulegu tæklingu, ég lenti illa á öxlinni þegar ég var að tækla Steina. Mér er búið að vera illt í öxlinni, ég hef ekki verið að æfa alveg 100 prósent. Ég tók fulla æfingu um daginn og ég hef ekki neinar áhyggjur af þessu,“ sagði Hannes

Hannes gæti því spilað með Val gegn FH í bikarnum á miðvikudag. ,,Það er ekki nema að annað komi í ljós, ég er klár í slaginn.“

Hannes var í banni í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar þegar Valur gerði 3-3 jafntefli við Víking. ,,Það var frekar leiðinlegt að vera í stúkunni, ég var spenntur að koma inn í þetta Maður reynir að taka það góða úr þessu, það var gaman að mæta á völlinn og hitta fólk.“

Sögurnar um meiðsli Hannesar voru ýktar, sumir höfðu talað um að hann myndi ekki spila í maí. ,,Þetta eru ekki alveg réttar sögur, ég meiddist í öxlinni en er klár núna.“

Hannes gekk í raðir Vals í apríl frá Qarabag, en koma hans til landsins er hvalreki fyrir íslenskan fótbolta. Eitt stærsta nafnið í íslenska landsliðinu en Hannes gerði fjögurra ára samning við Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
433Sport
Í gær

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool