fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Rúnar Kristinsson veður í öll verk: Nýr klefi og hjálpaði Prince að flytja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, virðist vera ófeiminn að taka til hendinni ef marka má Dr. Football, hlaðvarpsþáttinn í dag. Rúnar átti magnaðan feril sem leikmaður og er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands.

Hjörvar Hafliðason greindi frá því að þegar KR fékk Prince Rajcomar frá Breiðablik, þá hafi Rúnar mætt að bera húsögn sem hann hafði gefið honum. Þetta var árið 2009.

,,Rúnar er einstakur náungi, á mjög margan hátt. Þegar Prince Rajcomar fór í KR, þá sagði ég við Prince að ég ætti einhver húsgögn sem hann mætti taka, hver haldið þið að hafi mætt og hjálpað að taka þetta? Rúnar sem var þá yfirmaður knattspyrnumála hjá KR,“ sagði Dr-inn sjálfur í þætti dagsins.

KR-ingar hafa verið að gera klefann sinn flottari í vetur og þar hefur Rúnar verið sveittur að gera og græja. Ekki margir þjálfarar standa í slíku.

,,Hafið þið séð nýja klefann hjá KR? Þetta er eitthvað sem Rúnar hefur verið sveittur við að gera. Ég heimsótti Rúnar í vinnuna í fyrra, þá var hann að merkja æfingafatnað.“

,,Maður er oft í kringum gæa sem hafa bara spilað á Íslandi, þeir þurfa að fá allt upp í hendurnar. Rúnar veður í öll verk.“

Hrafnkell Freyr Ágústsson, var gestur í þætti Hjörvars og sagði einstakt hvernig Rúnar heldur utan um leikmennina sína.

,,Við getum líka tekið dæmi um það hvernig Rúnar tekur utan um leikmennina sína, talar um Beiti sem besta markvörð Íslands. Hvernig hann tók utan um Björgvin Stefánsson í fyrra, var frábært,“ sagði Hrafnkell en Björgvin mætti í annarlegu ástandi á æfingu KR í fyrra.

Rúnar og aðrir KR-ingar tóku þá þétt utan um Björgvin sem fór í meðferð og hefur síðan blómstrað í KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Í gær

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum