fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Rúnar Kristinsson veður í öll verk: Nýr klefi og hjálpaði Prince að flytja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, virðist vera ófeiminn að taka til hendinni ef marka má Dr. Football, hlaðvarpsþáttinn í dag. Rúnar átti magnaðan feril sem leikmaður og er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands.

Hjörvar Hafliðason greindi frá því að þegar KR fékk Prince Rajcomar frá Breiðablik, þá hafi Rúnar mætt að bera húsögn sem hann hafði gefið honum. Þetta var árið 2009.

,,Rúnar er einstakur náungi, á mjög margan hátt. Þegar Prince Rajcomar fór í KR, þá sagði ég við Prince að ég ætti einhver húsgögn sem hann mætti taka, hver haldið þið að hafi mætt og hjálpað að taka þetta? Rúnar sem var þá yfirmaður knattspyrnumála hjá KR,“ sagði Dr-inn sjálfur í þætti dagsins.

KR-ingar hafa verið að gera klefann sinn flottari í vetur og þar hefur Rúnar verið sveittur að gera og græja. Ekki margir þjálfarar standa í slíku.

,,Hafið þið séð nýja klefann hjá KR? Þetta er eitthvað sem Rúnar hefur verið sveittur við að gera. Ég heimsótti Rúnar í vinnuna í fyrra, þá var hann að merkja æfingafatnað.“

,,Maður er oft í kringum gæa sem hafa bara spilað á Íslandi, þeir þurfa að fá allt upp í hendurnar. Rúnar veður í öll verk.“

Hrafnkell Freyr Ágústsson, var gestur í þætti Hjörvars og sagði einstakt hvernig Rúnar heldur utan um leikmennina sína.

,,Við getum líka tekið dæmi um það hvernig Rúnar tekur utan um leikmennina sína, talar um Beiti sem besta markvörð Íslands. Hvernig hann tók utan um Björgvin Stefánsson í fyrra, var frábært,“ sagði Hrafnkell en Björgvin mætti í annarlegu ástandi á æfingu KR í fyrra.

Rúnar og aðrir KR-ingar tóku þá þétt utan um Björgvin sem fór í meðferð og hefur síðan blómstrað í KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
433Sport
Í gær

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool