Virgil van Dijk hefur verið valinn leikmaður tímabilsins á Englandi en þetta var staðfest í kvöld.
Van Dijk hefur verið frábær síðustu mánuði, síðan hann samdi við Liverpool í janúar í fyrra.
Hollendingurinn var áður á mála hjá Southampton en Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hans þjónustu.
Van Dijk kom til greina sem og aðrir góðir leikmenn en nefna má þá Eden Hazard og Raheem Sterling.
Það var þó Van Dijk sem fagnaði sigri í kvöld er PFA verðlaunahátíðin var haldin.
Van Dijk gæti enn unnið úrvalsdeildina með Liverpool en liðið berst við Manchester City um titilinn sjálfan.
Það var Mohamed Salah, liðsfélagi Van Dijk, sem staðfesti fregnirnar á Twitter fyrstur allra.
Congrats big man.
Well deserved!
PFA player of the year ?? pic.twitter.com/qdCzpXuSRz— Mohamed Salah (@MoSalah) 28 April 2019