fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Virgil van Dijk valinn besti leikmaður tímabilsins – Salah greindi frá því

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2019 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk hefur verið valinn leikmaður tímabilsins á Englandi en þetta var staðfest í kvöld.

Van Dijk hefur verið frábær síðustu mánuði, síðan hann samdi við Liverpool í janúar í fyrra.

Hollendingurinn var áður á mála hjá Southampton en Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hans þjónustu.

Van Dijk kom til greina sem og aðrir góðir leikmenn en nefna má þá Eden Hazard og Raheem Sterling.

Það var þó Van Dijk sem fagnaði sigri í kvöld er PFA verðlaunahátíðin var haldin.

Van Dijk gæti enn unnið úrvalsdeildina með Liverpool en liðið berst við Manchester City um titilinn sjálfan.

Það var Mohamed Salah, liðsfélagi Van Dijk, sem staðfesti fregnirnar á Twitter fyrstur allra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar