Rio Ferdinand vill frekar sjá Sheffield United komast í ensku úrvalsdeildina en fyrrum félag sitt, Leeds United.
Þetta sagði Ferdinand í gær en baráttan um efstu tvö sætin í næst efstu deild er gríðarlega hörð.
Leeds er sex stigum frá Sheffield þessa stundina en á leik til góða gegn Aston Villa á morgun. Leeds er í þriðja sætinu og Sheffield í því öðru.
Ferdinand vill auðvitað að bæði lið komist upp en vinur hans Chris Wilder er stjóri Sheffield.
,,Ég myndi elska það að sjá Leeds í úrvalsdeildinni vegna stuðningsmannana og ástríðunnar, þeir yrðu frábær viðbót,“ sagði Ferdinand.
,,Þar eiga þeir heima. Ég eyddi frábærum árum þarna svo það væri frábært að sjá þá komast upp.“
,,Ég vil að þeir komist upp í gegnum umspilið því vinur minn er stjóri Sheffield United svo ég vil að hann komist upp en Leeds í gegnum umspil.“