Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sá sína menn spila við Chelsea á Old Trafford í dag.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en tveir leikmenn United meiddust í leiknum, Marcus Rashford og Eric Bailly.
Rashford er að glíma við smávægileg meiðsli í öxl en Bailly er alvarlega meiddur samkvæmt Solskjær.
,,Rashford, við þurftum að binda hann fyrir leikinn. Öxlin á honum varð verri og verri og hann gat ekki hlaupið,“ sagði Solskjær.
,,Eric varð fyrir slæmum hnémeiðslum. Ég er viss um að hann spili ekki meira á þessari leiktíð.“
,,Ef þú horfir á töfluna þá verður erfitt fyrir okkur að komast í topp fjóra. Við þurfum að mæta til leiks í leikina og þú veist aldrei því allir eru að tapa stigum.“