Arthur Masuaku, leikmaður West Ham, fékk forljót skilaboð í gær eftir leik gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Masuaku er dökkur á hörund og varð fyrir kynþáttafordómum eins og fjölmargir aðrir síðustu mánuði.
Masuaku er vinstri bakvörður en hann kom til West Ham frá Olympiacos fyrir þremur árum.
Hann fær reglulega að spila og hefur komið við sögu í 21 deildarleik á þessari leiktíð.
Skilaboðin sen Masuaku fékk voru viðbjóðsleg en hann birti sjálfur mynd af þeim á Instagram.
,,Yfirgefðu helvítis félagið. Þetta lið er bara fyrir hvítt fólk, drullaðu þér burt,“ stóð í skilaboðunum.
,,Arthur þú ert ömurlegur leikmaður. Lífið þitt er tilgangslaust. Hvar spilarðu?“