Hatem Ben Arfa, leikmaður Rennes, náði fram hefndum í gær er liðið spilaði gegn Paris Saint-Germain.
PSG og Rennes áttust við í úrslitaleik franska bikarsins en það síðarnefnda hafði betur eftir vítakeppni.
Það hefur heldur betur verið góð tilfinning fyrir Ben Arfa sem er fyrrum leikmaður PSG.
Honum var bolað burt frá félaginu en eigandi liðsins Nasser Al-Khelaifi vildi ekkert með hann hafa sem og þjálfarar liðsins.
Ben Arfa nýttu sér það í gær og montaði sig fyrir framan Al-Khelaifi og sýndi honum medalíuna.
Fyrst fór Ben Arfa að Al-Khelaifi til að taka í hönd hans áður en hann sneri aftur með medalíuna í hendi.
Þetta má sjá hér.