Það er enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem labbar eins mikið á vellinum og miðjumaðurinn Paul Pogba.
Pogba er mikilvægur hlekkur í liði Manchester United en hann er þó nokkuð umdeildur.
Frakkinn þykir vera mjög hæfileikaríkur en er oft ásakaður um metnaðarleysi og leti.
Pogba er labbandi 64 prósent af tímanum á grasinu sem er meira en allir hinir 79 miðjumenn deildarinnar.
Franski landsliðsmaðurinn verður í eldlínunni síðar í dag er United spilar við Chelsea í mikilvægum leik.