Marcos Rojo kom inná sem varamaður hjá Manchester United í dag er liðið mætti Chelsea.
Rojo hefur ekki fengið mikið að spila undanfarna mánuði en eftir meiðsli Eric Bailly fékk hann tækifæri.
Rojo fékk að líta gult spjald í leiknum en argentínski landsliðsmaðurinn þykir vera ansi grófur á velli.
Margir tala þó um að Rojo hafi átt að fá beint rautt spjald fyrir brot á Willian stuttu eftir innkomuna.
Willian var sárþjáður eftir tæklingu Rojo og þurfti að yfirgefa völlinn stuttu seinna.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Rojo wasn’t sent off for this ? pic.twitter.com/V9dH0Hkpmg
— Aliramadan ? (@ramadan_aly8) 28 April 2019