fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Rúnar Páll ósáttur: Algjör þvæla

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2019 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, kvartaði yfir dómgæslunni í kvöld eftir leik við KR í Pepsi Max-deild karla.

Stjarnan var 1-0 yfir eftir fyrri hálfleik en fékk á sig vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik er Pálmi Rafn Pálmason féll í grasið.

Rúnar var ekki viss um hvort það hefði verið brot en er sannfærður um að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem var dæmd stuttu áður.

,,Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Algjörir yfirburðir bæði í fyrri og seinni hálfleik, við vorum óheppnir að skora ekki meira,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.

,,Við fáum á okkur ódýrt mark, aðdragandinn var það allavegana. Brynjar Gauti fær á sig fríspark og það var algjör þvæla.“

,,Það er erfitt að spila gegn þéttri vörn en við notuðum fyrirgjafir og þeir voru þéttir. Beitir gerði mjög vel með að grípa inn í, það vantaði herslumuninn.“

,,Þeir fengu ekkert meira en þetta víti, gefins aukaspyrna sem skapar þetta víti er dýrt fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire