Lið Ayr United í Skotlandi ákvað að fara heldur umdeilda leið til að auglýsa nýjar treyjur sem verða notaðar á næstu leiktíð.
Ayr leikur í næst efstu deild í Skotlandi en félagið ákvað að nota berbrjósta konu til að auglýsa treyjurnar.
Ein fyrirsæta var fengin í verkefnið en litir treyjunnar voru málaðir á líkama hennar.
Fyrirsætan er einnig aðeins klædd í nærföt og er að þessu sinni óljóst hvernig stuttbuxurnar munu líta út.
Samskiptamiðlar hafa logað eftir þessa herferð félagsins sem vonaðist til að fá jákvæð viðbrögð.
Myndir af þessu má sjá hér.