Norwich City er búið að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni en þetta varð staðfest í kvöld.
Norwich vann 2-1 heimasigur á Blackburn og er nú með 91 stig á toppi deildarinnar.
Norwich er þremur stigum á undan Sheffield United og níu stigum á undan Leeds sem situr í þriðja sæti. Tvö lið fara beint upp.
Tímabil Norwich hefur verið frábært en þetta er í fjórða sinn sem félagið kemst í efstu deild.
Annað hvort Leeds eða Sheffield munu fylgja Norwich í öðru sæti og svo verður barist um síðasta sætið í gegnum umspil.