Breiðablik byrjar Íslandsmótið í knattspyrnu á sigri en liðið mætti Grindavík í Pepsi Max-deildinni í dag.
Blikar voru ekki í miklum vandræðum með Grindvíkinga og unnu að lokum nokkuð sannfærandi 2-0 sigur.
Aron Bjarnason skoraði fyrra mark gestanna og Kolbeinn Þórðarson bætti við öðru í blálokin.
Fylkir byrjar þá mótið virkilega vel en liðið heimsótti ÍBV á sama tíma og skoruðu þrjú mörk í Eyjum.
Fylkir vann öruggan 3-0 sigur í fyrstu umferð og ljóst að Eyjamenn verða mjög svekktir með slaka byrjun.
Grindavík 0-3 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason(62′)
0-2 Kolbeinn Þórðarson(90′)
ÍBV 0-3 Fylkir
0-1 Ásgeir Eyþórsson(40′)
0-2 Sigurður Arnar Magnússon(sjálfsmark, 45′)
0-3 Sam Hewson(57′)