fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Verst geyma leyndarmálið var opinberað: ,,Á lín­unni þegir, að lok­um hann seg­ir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 09:15

Hannes Þór Halldórsson, er ein skærasta stjarnan í sögu íslenska fótboltans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom ekki mörgum á óvart að Hannes Þór Halldórsson, hafi skrifað undir hjá Val í Pepsi deild karla í vikunni. Þetta var leyndarmál sem byrjaði að heyrast í janúar, nú hefur það verið opinberað.

Hannes er líklega stærsta nafnið sem komið hefur heim í Pepsi deildina, hann er besti markvörður Íslands og eitt stærsta nafnið í íslenska karlalandsliðinu sem hefur náð mögnuðum árangri.

„Það þarf varla að spila þetta Íslands­mót!“ Viðbrögð á borð við þessi mátti heyra eft­ir að verst geymda leynd­ar­mál vetr­ar­ins var op­in­berað í fyrra­dag,“ skrifar blaðamaðurinn virti, Víðir Sigurðsson í Morgunblaðið í dag.

,,Hann­es Þór Hall­dórs­son landsliðsmarkvörður í fót­bolta er kom­inn heim eft­ir sex ár er­lend­is og bú­inn að semja við Íslands­meist­ara Vals. Til hvorki meira né minna en fjög­urra ára. Það er ár og dag­ur síðan ís­lenskt lið var með í sín­um röðum tvo fasta­menn úr landsliðinu,“ skrifar Víðir og bendir á þá staðreynd að Birkir Már Sævarsson er í herbúðum Vals.

,,Það flokk­ast lík­lega und­ir „sturlaða staðreynd“ að tveir úr byrj­un­arliði Íslands á HM í Rússlandi skuli nú leika með Hlíðar­endaliðinu. Vals­menn eru stór­tæk­ir um þess­ar mund­ir. Náðu í Helenu í körfu­bolt­an­um, nú í Hann­es í fót­bolt­an­um og segja ein­fald­lega við aðra: Til að vinna titla þurfið þið að vinna okk­ur.“

,,Og fyrst Hann­es er til umræðu þá er gam­an að geta þess að hagyrðing­ur­inn og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­dóm­ar­inn Bragi V. Berg­mann er bú­inn að gefa út nýja bók með limr­um sem heit­ir: „Limr­ur fyr­ir land og þjóð.“

,,Þar kem­ur Hann­es við sögu en Bragi var í Moskvu þegar Ísland mætti Arg­entínu og upp­lifði þar stærstu stund Íslands á HM. Lík­lega í fót­bolta­sög­unni. Úr því varð að sjálf­sögðu limra sem hljóðar þannig.“

Hann­es Þór Hall­dórs­son er
hetja sem lofa ber.
Á lín­unni þegir,
að lok­um hann seg­ir:
„Messi, því miður.“ – Og ver!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu