fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Frakkar reyna að hamra á sinni skærustu stjörnu: Dýfur Mbappe – ,,Við reynum að hjálpa honum“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. mars 2019 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Kylian Mbappe er einn allra efnilegasti leikmaður heims en hann spilar með Paris Saint-Germain. Mbappe er aðeins 20 ára gamall en er þrátt fyrir það orðinn fastamaður hjá PSG og franska landsliðinu.

Hann lék með Frakklandi gegn Moldavíu í undankeppni EM á föstudag en Frakkar unnu 4-1 sigur. Undir lok leiksins varð Mbappe sér til skammar er hann reyndi að fiska vítaspyrnu á markvörð heimamanna.

Mbappe lét sig augljóslega detta innan teigs og fékk í kjölfarið gult spjald fyrir dýfuna. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem Mbappe lætur sig falla í grasið við enga snertingu og vonandi þá losnar hann við þennan ósið.

Franksir blaðamenn liggja nú á landsliðinu og spyrja mikið um dýfur Mbappe. Hugo Lloris, fyrirliði liðsins þurfti að svara fyrir þetta á fréttamannafundi í dag, daginn fyrir leikinn gegn Ísland.

,,Við vitum allir hversu góður Mbappe er, hann er frábær leikmaður. Hann er samt bara ungur drengur,“ sagði Lloris.

,,Hann hefur þroskast mikið, hann virðir liðsfélaga sína. Han hefur metnað, hann hagar sér alltaf vel í landsliðinu.“

,,Það er eðlilegt að fjölmiðlar fylgist mikið með hans leik, hann hefur ótrúlega hæfileika. Við reynum að hjálpa honum.

Didier Deschmaps, þjálfari Frakklands sagðist ekki hafa rætt málið við Mbappe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins