fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Birkir ætlar að ganga frá því að Hannes komi í Val: ,,Tek nokkur samtöl og við klárum þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals er klár í slaginn gegn Andorra á föstudag, þá hefst undankeppni EM og íslenska liðið hefur hafið undirbúning.

Birkir segir hungur í hópnum en árið 2018, vann liðið ekki einn leik. Það þarf því að snúa skútunni við og koma liðinu aftur í fremstu röð.

,,Ég held að það sé klárt að við viljum fara að vinna leiki aftur, ná frammistöðum sem við vorum að ná fyrir síðast ár. Þrátt fyrir að leikirnir á HM hafi ekki verið slæmir, þá náðum við engum úrslitum nema gegn Argentínu. Við viljum fara að sýna okkar rétta andlit,“ sagði Birkir við blaðamann þegar hann ræddi við hann á Spáni í dag.

Birkir er með verkefni frá félagi sínu á Íslandi sem reynir að klófesta Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörð. Allt stefnir í að hann semji við liðið en Birkir þarf að klára málin.

,,Ég sé alveg um það, ég tek nokkur samtöl við hann og við klárum þetta,“ sagði Birkir um málið, og er augljóslega spenntur að fá Hannes heim. Hannes er á mála hjá Qarabag en vinnur í því að losna þaðan

Hannes á æfingu landsliðsins í dag

,,Ef virkir landsliðsmenn koma, er það alltaf styrkur, við höfum samt ekki áhyggjur ef Hannes kemur ekki. Við erum með öfluga menn í Antoni og Svenna. Það er ekkert vesen ef Hannes kemur ekki.“

Viðtalið við Birki er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park