fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Af hverju hætti Geir og af hverju vill hann snúa aftur?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 07:00

Geir Þorsteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson sem sækist eftir því að verða formaður KSÍ á nýjan leik var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Geir, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ reynir þessa dagana að tryggja sér sæti á ný sem formaður KSÍ. Geir hætti fyrir tveimur árum, taldi komið gott.

Hann snýr nú aftur með nýja hugmyndafræði, hann hugsar fótboltann öðruvísi. Geir gerði margt gott fyrir KSí en var umdeildur í starfi.

Geir hætti sem formaður KSÍ fyrir tveimur árum síðan og tók fyrrum atvinnumaðurinn Guðni Bergsson vil keflinu.

Við spurðum Geir út í það af hverju hann hætti í starfi og af hverju er hann að bjóða sig fram á ný?

,,Það voru örugglega margar sögur um það sko í umhverfinu hvers vegna? Hvað gerðist eiginlega? Hvað er að? Ég var bara sprunginn,“ sagði Geir.

,,Ég ofkeyrði mig og, eða ofkeyrði mig þannig, ég var alveg í standi en það vantaði gleðina í starfið og KSÍ var í betri stöðu en nokkurn tímann íþróttalega og fjárhagslega heldur en öll þessi ár sem ég hef verið að berjast þarna og tekist að safna í sjóði síðast liðinn árin þarna um hálfan milljarð minnir mig þegar ég kvaddi þarna þannig ég hugsaði bara : ég verð að fá frí frá þessu, og gerði það.“

,,Mín sýn núna á fótboltann er sú að, ég hef auðvitað alltaf gert mér grein fyrir því að það er erfitt að reka knattspyrnudeild. Það hefur alltaf verið það. En reksturinn hefur vaxið mikið, ég myndi segja síðastliðinn áratug og það er íslenskri knattspyrnuhreyfingu, það er erfitt að reka félögin.“

,,Þetta eru orðin stærri fjárhæðir heldur en áður. Það er forystukreppa í knattspyrnuhreyfingunni, í aðildarfélögunum. Það er erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa. Mun erfiðara en áður. Yngri kynslóðir líta öðruvísi á sjálfboðaliðastarf heldur en áður, eldri kynslóðir vil ég segja.“

,,Þannig það er svo margt svona sem hefur þróast og breyst. Ég hef bara núna, ástæðan fyrir að ég er að koma til baka er að ég hef nýja sýn á hvernig við eigum að gera og skipuleggja okkar starf í knattspyrnuhreyfingunni.“

,,Af hverju gerði ég það ekki fyrr ? Já ég hef bara þroskast og hef nýja sýn á þetta. Þetta er ekkert módel sem ég var að finna upp. Þetta er módel sem er búið að keyra í Skandinavíu í áratugi og Englandi í 100 ár.“

,,Ég segi við verðum að stíga meira inn í fagmennsku og gera þetta á annan hátt. Stjórnkerfi íþróttahreyfingarinnar er má segja nánast fornt, áratuga gamalt, þannig við verðum að gera breytingar að mínu viti og ég er með þessa sýn í dag. Hvers vegna var ég ekki með hana fyrir hálfu ári? Ég fékk hana kannski fyrir hálfu ári.“

,,Ég sé bara að ef við ætlum að ná framförum, taka framförum,  og mín sýn á KSÍ í dag er sú að veik aðildarfélög er veikt KSÍ. Þannig við þurfum að styrkja grunninn og aðildarfélögin. Það er mín sýn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum