fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Jurgen Klopp vonar að Ísland vinni HM – Besta upplifun í heimi að koma til Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. mars 2018 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég var á skíðum á Íslandi á síðasta ári, það var besta upplifun í lífi mínu,“ sagði Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool um upplifun sína af Íslandi.

433.is greindi frá því á síðasta ári þegar Klopp til landsins og skellti sér á skíði.

Meira:
Mynd: Jurgen Klopp á Akureyri í dag – Er að fara á skíði
Jurgen Klopp naut lífsins á Dalvík í dag

Klopp á erfitt með að trúa því hversu vel Ísland er að gera í fótboltanum miðað við stærð landsins.

,,Ég trúi því ekki hversu fámenn þjóðin er, þú þarft ekki marga einstaklinga heldur réttu einstaklingana. Það sem Ísland hefur gert í fótbolta og handbolta er magnað“

,,Maður hefði haldið miðað við árangurinn að það væru allir íþróttamenn þarna en það eru líka læknar þarna, það eru kennarar þarna líka. Þeir eru svo atvinnumenn líka, ég veit ekki hvernig þetta er hægt með 340 þúsund manns.“

Ef England eða Þýskaland vinnur ekki HM í sumar þá vonast Klopp til þess að Ísland geri það.

,,Ef Þýskaland eða England vinna ekki þá vona ég að Ísland vinni. Það væri rosalegasta afrek í sögu íþrótta, vel gert að vera frá Íslandi.“

Ummæli Klopp má sjá eftir 40 mínútur hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona