fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433

,,Rétt ákvörðun tekin á versta tíma“ – Woodward ætti að borga þetta sjálfur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United í dag en hann entist í þrjú ár hjá félaginu.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að United hafi ekki getað valið verri tímasetningu til að reka Portúgalann.

Nú er mikið álag framundan í ensku úrvalsdeildinni en nýr tímabundinn þjálfari verður ráðinn á næstu dögum.

,,Manchester United gæti ekki hafa valið verri tíma til að reka Jose Mourinho og það er Ed Woodward að kenna,“ skrifaði Collymore.

,,Fólk mun tala um að þetta sé sniðugt. Jólaleikirnir eru framundan, stórleikir í nokkrum keppnum og svo janúarglugginn.“

,,Svo að nýi þjálfarinn fái sex vikur til að vinna með hópnum fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í febrúar.“

,,Það er kjaftæði. Þessi tímasetning væri abra rétt ef þetta lið væri að berjast á botninum og um peningana sem fylgja því að spila í þessari deild.“

,,Woodward átti að losa sig við Mourinho í sumar. Þeir áttu aldrei að gefa honum nýjan samning í janúar.“

,,Þeir áttu ekki að leyfa honum að grátbiðja leikmenn um að koma fyrr úr sumarfríi til að spila á undirbúningstímabilinu því hann vissi að það væri eitthvað að.“

,,Að gefa honum nýjan samning kostaði félagið 15 milljónir punda og það ætti að koma úr eigin vasa stjórnarformannsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG
433Sport
Í gær

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Í gær

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“