fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Elmar fékk að heyra það á æfingum: Ef þú gerir þetta aftur þá drep ég þig

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar samdi við stórlið Celtic aðeins 17 ára gamall en hann lék áður með KR hér heima.

Það var að sjálfsögðu mikill munur á þessum liðum en Celtic er stærsta félag Skotlands og þar hafa margir góðir leikmenn spilað.

Elmar talar aðeins um þá reynslu að mæta á æfingar hjá Celtic en það getur verið erfitt fyrir ungan leikmann frá Íslandi.

,,Það var svo mikið af ótrúlegum persónuleikum þegar ég kom inn í liðið sem eru grjótharðir af gamla skólanum,“ sagði Elmar.

,,Hvort sem það sé jákvætt eða neikvætt. Ég held að allir hafi gott af því að fá að heyra það inn á milli.“

,,Það er lítið um það í dag að einhver sé skammaður en það var mjög challenging og maður var lítill í sér að mæta á æfingar.“

,,Maður lenti í því að klobba einhverja af hetjunum og þá fékk maður til baka: ‘Ef þú gerir þetta aftur þá drep ég þig.’

,,Þessir gaurar þekktu ekkert annað og þeir vilja sýna hverjir eru fyrir framan. Þeir vilja ekki sjá unga stráka taka stöðuna.“

,,Þetta voru almennilegir gaurar utan vallar, kannski fattaði maður ekki húmorinn til að byrja með. Það var skemmtileg lífsreynsla að lenda í þessu.“

Meira:
Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“
Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“