fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
433Sport

Var Ingó Veðurguð að fara með rétt mál?: Fleiri stíga fram og segja sömu sögu ,,Reyndi að fá mig til að hagræða með honum fyrir milljónamæring”

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, stundum kallaður Ingó Veðurguð, er í áhugaverðu viðtali við Fótbolta.net sem birtist í vikunni. Þar sakar hann liðsfélaga sinn úr Ægi, sumarið 2016, um að hafa hagrætt úrslitum. Málið kom upp þetta sumarið en ekkert tókst að sanna. Leikmaðurinn sem Ingólfur nefnir til sögunnar er frá Austurblokkinni, lék á Íslandi frá 2009 til 2016, hann kom við sögu hjá Haukum, Keflavík og fleiri liðum áður en hann lauk ferli sínum á Íslandi þetta umrædda sumar. Aldrei var hægt að tengja hann við hagræðingu úrslita.

Samkvæmt heimildum DV úr herbúðum KSÍ áttu sér ekki stað nein óeðlileg veðmál í kringum þennan leik, þá var ekki hægt að rekja neina slóð sem lá til mannsins sem Ingólfur ræðir um. Umræddur leikmaður lék aðeins örfáa leiki með Ægi þetta sumar, hann hætti þegar ásakanir um svindlið fóru á flug.

Meira:
Vísar á bug þungum ásökunum Ingós Veðurguðs: ,,Það var aldrei neitt sannað, ég gerði þetta ekki“

Í samtali við DV.is harðneitar umræddur leikmaður ásökunum Ingólfs. „Þetta er ekki satt, ég átti í vanda með einn liðsfélaga minna þarna. Hann var að reyna að komast í liðið á minn kostnað og fór að bera út þessar sögur,“ sagði leikmaðurinn þegar DV bar málið undir hann. „Hann spilaði sömu stöðu og ég og var ekki að spila.“ Ægir fékk dæmdar á sig vítaspyrnur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og var það eitt af því sem nefnt var til sögunnar þegar kom að hagræðingu úrslita. Sögur um þetta fóru strax á flug. Leikmaðurinn lék ekkert með Ægi eftir þetta, en tveir liðsfélagar hans í létu vita af málinu sem aldrei tókst að sanna. Hann hefur ekkert spilað á Íslandi eftir þetta atvik.

Leikmaðurinn lék um tíma með KV og leikmenn KV eru á samfélagsmiðlum að saka hann um eitthvað misjafnt.

,,Kallinn hætti nú sjálfur eftir sjöundu vítaspyrnuna sem þessi meistari fékk á sig árið 2014 en maður er náttúrulega ekki með þessa celeb-vigt. Takk fyrir að opna umræðuna,“ skrifar Tómas Agnarsson sem lék með honum Í KV. Ingó hætti í fótbolta eftir atvikið og Tómas virðist hafa gert slíkt hið sama.

Gunnar Wigelund sem einnig var með þeim í KV hefur svipaða sögu að segja um umræddan leikmann.

Hann segir leikmanninn hafa boðið honum að taka þátt í að hagræða úrslitum og að Atli Jónasson, markvörður KV þá yrði næsti maður sem hann myndi tala við.

,,Þessi umtalaði maður bauð mér líka í te&meððí þegar ég sótti hann fyrir æfingu á KV-park. Þar sem hann reyndi að fá mig til að hagræða með honum fyrir “milljónamæring” úti. Sagði að Atli keeper yrði næsti fundur. “With us three, we can decide the game,“ skrifar Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íhugar að fá sér húðflúr eftir sigurinn í deildinni

Íhugar að fá sér húðflúr eftir sigurinn í deildinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 70 milljónir

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 70 milljónir
433Sport
Í gær

Er hann versti leikmaður heims án bolta? – ,,Aldrei séð neinn eins áhugalausan“

Er hann versti leikmaður heims án bolta? – ,,Aldrei séð neinn eins áhugalausan“
433Sport
Í gær

Geir ósáttur og skrifar ‘óvinsæla færslu’: ,,Rangt að börn hafi hlutverk í taktík liðs á heimavelli“

Geir ósáttur og skrifar ‘óvinsæla færslu’: ,,Rangt að börn hafi hlutverk í taktík liðs á heimavelli“
433Sport
Í gær

Möguleiki á að leikjum Leicester verði frestað

Möguleiki á að leikjum Leicester verði frestað
433Sport
Í gær

Stærstu mistök ferilsins voru að hafna Liverpool

Stærstu mistök ferilsins voru að hafna Liverpool
433Sport
Í gær

Langar að labba inn og segja öllum að grjóthalda kjafti

Langar að labba inn og segja öllum að grjóthalda kjafti
433Sport
Í gær

Sturluð eyðsla Börsunga á síðustu árum

Sturluð eyðsla Börsunga á síðustu árum