fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
433Sport

Gylfi um bónorðið á Bahamas: Fraus þegar hann ætlaði að bera það upp – ,,Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki í viðtölum.

Gylfi settist niður með blaðamanni í herbergi á heimili sínu í Manchester, sem allt knattspyrnuáhugafólk hefði unun af að skoða. Herbergið er eins og safn. Þar má sjá treyjur frá mörgum af bestu knattspyrnumönnum í heimi sem rammaðar eru inn og hanga á veggjum. Fram undan er leikur í London, gegn stórliði Chelsea. Leikur sem á eftir að enda með markalausu jafntefli og þau sem sitja við skjáinn heim eiga eftir að öskra á sjónvarpið þegar brotið er illilega á okkar manni. Það er þess vegna sem hann verður ekki með í næstu leikjum landsliðsins. Það veit blaðamaður ekki á þessari stundu, þar sem hann situr á móti Gylfa. Úr eldhúsinu berst lokkandi ilmur en þar er Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa, við matseld. Gylfi og Alexandra trúlofuðu sig í sumar í paradísinni á Bahamaeyjum.

,,Það er langt síðan ég ætlaði að giftast henni. Ég var bara ekki búinn að ákveða hvernig eða hvar ég myndi bera þetta upp,“ segir Gylfi þegar hann er spurður út í bónorðið, en stóri dagurinn verður á næsta ári. „Það eru sjö ár síðan við kynntumst. Hún er frænka Kolbeins.“ Gylfi á vitanlega við einn okkar besta sóknarmann og samherja sem nýlega steig upp úr erfiðum meiðslum. „Systir Kolbeins og Alexandra eru mjög góðar vinkonur. Það var í gegnum þau sem við kynntumst,“ segir Gylfi og bætir við að eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi hafi þau ákveðið að fara í frí til Bahamaeyja. Þar leiddi eitt af öðru.

„Það var frábær staður til að fara á skeljarnar,“ segir Gylfi. „Við áttum geggjaðan dag, tvö saman. Ég lét vaða í kvöldmatnum. Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Við vorum úti allan daginn og komum til baka í kvöldmat sem ég hafði planað. Ég var búinn að fela hringinn og var með hann í rassvasanum. Ég var með ræðu sem ég ætlaði að muna.“ Þegar svo kom að stóru stundinni fraus Gylfi. Hann hafði gleymt hverju orði. „Eftir svona þrjár sekúndur þá var hún örugglega að hugsa hvað væri að mér. Þá skáldaði ég eitthvað nýtt og bjargaði mér,“ segir Gylfi og bætir við um eitt stærsta augnablik lífs síns: „Hún sagði alla vega já!“

Meira:
Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“
Kemur það fólki við hvað Gylfi gerir við peninga sína? „Ég reyni að fjárfesta og koma peningum vel fyrir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Óli Kristjáns öskuillur eftir risastóra ákvörðun í Laugardalnum: ,,Algjörlega út í hött“

Óli Kristjáns öskuillur eftir risastóra ákvörðun í Laugardalnum: ,,Algjörlega út í hött“
433Sport
Í gær

Kára leið illa í Laugardalnum: ,,Þetta var hræðilegt“

Kára leið illa í Laugardalnum: ,,Þetta var hræðilegt“
433Sport
Í gær

Er í lagi að stunda kynlíf rétt fyrir stór átök? – Sérfræðingur svarar

Er í lagi að stunda kynlíf rétt fyrir stór átök? – Sérfræðingur svarar
433Sport
Í gær

Einkunnir úr mögnuðum sigri: Nýja stjarnan fær góða dóma

Einkunnir úr mögnuðum sigri: Nýja stjarnan fær góða dóma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Ungur Rúnar – Mætir á draumaslóðir í næstu viku

Sjáðu myndirnar: Ungur Rúnar – Mætir á draumaslóðir í næstu viku
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu markið: Aron skoraði aftur í öruggum sigri

Sjáðu markið: Aron skoraði aftur í öruggum sigri