fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lítil og léleg umfjöllun pirraði Emil á árum áður – ,,Kannski var ég bara ekki nógu góður“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. október 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson miðjumaður Frosinone á Ítalíu og íslenska landsliðsins, er í skemmtilegu spjalli við Snorra Björnsson, í hlaðvarpsþætti hans.

Snorri hefur vakið athygli fyrir þátt sinn undanfarið en þar hefur hann fengið góða gesti til sín í spjall.

Emil hefur á síðustu árum orðið ein af stjörnum landsliðsins, á árum áður gekk honum ekki eins vel í landsliðinu. Hann spilaði ekki sína stöðu og var dæmdur af verkum sínum þar.

,,Á einhverjum tímapunkti þá var ég smá pirraður, mér fannst ég ekki fá góða umfjöllun. Litla umfjöllun, ég var að spila í Seriu gegn Juventus, svo koma fréttir að þessi gaur skoraði í næst efstu eða þriðju deild á Englandi, eða í Noregi. Svo kom ekkert að ég hefði verið að spila, stórleik á móti Juventus,“ segir Emil í þættinum sem er virkilega skemmtilegur.

Emil hugsaði talsvert um þessa umfjöllun á árum áður en það er liðin tíð.

,,Maður var að pæla í þessu á sínum tíma, ég er kominn yfir það ef ég á að segja eins og er.“

,,Það er alltaf gaman að fá góða umfjöllun, að fá hrós og allt þetta. Mjög skemmtilegt, á tímabili var ég í landsliðinu í mörg og spilaði á kantinum. Ég er bara miðjumaður, ég gerði mitt besta. Maður náði ekki alltaf að gera sitt besta, maður var að spila út úr stöðu að mínu mati.“

Meira:
Emil kynntist mafíósum á Ítalíu: Forsetinn púaði vindil í andlit hans – Gekk að leikmönnum með hníf – ,,Eins og í Godfather mynd“
Er í dag einn besti knattspyrnumaður í heimi – Fyrir nokkrum árum þurfti Emil að gefa honum netpung og pening

Emil segir að fólk á Íslandi hafi fengið að fá rétta mynd af sér þegar Heimir Hallgrímsson tók einn við liðinu.

,,Ég fékk gagnrýni fyrir það, kannski eðlilega. Kannski var ég bara ekki nógu góður í þessum leikjum, eftir að Heimir Hallgrímsson tók við landsliðinu, þá leyfði hann mér að vera miðjumaður. Þá fannst mér ég sýna fólki hvað ég gæti, mér fannst fólk fá rétta mynd af því hvaða leikmaður ég væri. Fólk vissi að ég væri að spila á Ítalíu en það vissi enginn hvernig ég væri að spila, það er ekkert sýnt frá því heima. Ég var dæmdur fyrir mína frammistöðu með landsliðinu á kantinum, það gaf ekki rétta mynd af mér. Svo fór ég til Ítalíu, spilaði á miðjunni og gerði það vel. Fólk fékk ekki rétta mynd af mér.“

Emil var einn besti leikmaður Íslands á HM og fékk mjög mikla og góða umfjöllun sem gladdi hann.

,,Það kom mér smá á óvart, ef ég á að segja eins og er. Ég veit að ég stóð mig vel, ég hélt að ég myndi ekki fá svona umfjöllun eins og aðrir. Ég hef ekki fengið svona umfjöllun í gegnum tíðina, ég fékk að finna fyrir því að fólk var ánægt með mig á HM. Ég get viðurkennt það, að mér fannst það skemmtilegt.“

Viðtal Snorra við Emil má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu