fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433

Fyrrum fyrirliði United segir að félagið þurfi fjóra sterka leikmenn í viðbót

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Ince, fyrrum fyrirliði Manchester United segir að félagið þurfi að kaupa fjóra sterka leikmenn í sumar.

Ince telur að ef félagið ætli sér að berjast á öllum vígstöðum þá þurfi Jose Mourinho að styrkja hópinn hjá sér enn frekar en Alexis Sanchez gekk til liðs við United í vikunni.

United situr sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig og er 12 stigum á eftir Manchester City.

„Þetta verður ansi stórt sumar fyrir Manchester United. Þetta er félag sem reynir stöðugt að bæta sig og vill vinna alla bikara sem í boði eru,“ sagði Ince.

„Það þýðir oft á tíðum að núverandi leikmenn liðsins missa sæti sitt í liðinu en þannig virkar fótboltinn. Ég býst við þremur til fjórum sterkum leikmönnum.“

„Það eru nokkrar stöður á vellium sem þarf að bæta og Jose Mourinho er ennþá að móta sitt lið. Ég tel að hann muni reyna að fá vinstri bakvörð, þótt hann hafi hrósað Luke Shaw mikið á dögunum.“

„Danny Rose er leikmaður sem gæti styrkt United. Svo er spurning með hægri bakvarðastöðuna, hvað á Valencia mikið eftir? Liðið gæti líka þurft að styrkja sig fremst á vellinum ef Zlatan fer,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona