fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Hver er staðan á mikilvægustu leikmönnum Íslands? – Ítarleg skoðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands þurfi að velja nýjan landsliðshóp. Hamren byrjaði afar illa í starfi en Ísland tapaði gegn Sviss og Belgíu í hans fyrsta verkefni. Liðið fékk á sig níu mörk og skoraði ekkert.

Hamren mun eflaust breyta hóp sínum talsvert og hávær umræða er um að hann komi með yngri leikmenn inn.

Mikilvægustu leikmenn liðsins munu hins vegar halda áfram að vera með en staða þeirra er mjög misjöfn.

Lykilmenn liðsins eru þó margir að spila vel í félagsliði sínu sem vonandi skilar sér í landsliðið.

Við ákváðum að skoða stöðuna á helstu lykilmönnum landsliðsins en stöðu þeirra má sjá hér að neðan.

Ekki eru allir taldir upp en ungir leikmenn eins og Albert Guðmundsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson gætu brátt orðið mikilvægir hlekkir í liðinu.


Hannes Þór Halldórsson
Markvörðurinn hefur ekki spilað neinn af fjórum leikjum Qarabağ í Aserbeídsjan hingað til. Kom til félagsins í sumar en hefur verið að gíma við meiðsli.


Rúnar Alex Rúnarsson
Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína með Dijon í frönsku úrvalsdeildinni, hefur byrjað alla leiki.


Birkir Már Sævarsson
Spilar síðast leik tímabilsins um næstu helgi en bakvörðurinn mun þurfa að halda sér í formi fram í miðjan nóvember þegar landsliðið fer í smá frí.


Ragnar Sigurðsson
Hefur spilað alla leiki Rostov í Rússlandi þar sem liðið er að gera mjög vel.


Sverrir Ingi Ingason
Hefur spilað alla leiki Rostov í Rússlandi þar sem liðið er að gera mjög vel.


Kári Árnason
Spilaði sinn fyrsta leik með Gençlerbirliği um helgina en hann kom til Tyrklands í sumar.


Hörður Björgvin Magnússon
Byrjaði vel með CSKA Moskvu en er að glíma við meiðsli þessa dagana.


Ari Freyr Skúlason
Er byrjaður að spila aftur hjá Lokeren eftir smá vandræði í upphafi leiktíðar.


Jóhann Berg Guðmundsson
Hefur jafnað sig af meiðslum og er að spila nánast allar mínútur hjá Burnley.


Gylfi Þór Sigurðsson
Er fastamaður í liði Everton og hefur meðal annars borið fyrirliðabandið.

Ljósmynd: DV/Hanna

Aron Einar Gunnarsson
Hefur ekkert getað spilað á þessu tímabili vegna meiðsla.


Emil Hallfreðsson
Hefur fengið talsvert lof fyrir frammistöðu sína með Frosinone í Seriu A þrátt fyrir að liðið sé í vandræðum.


Birkir Bjarnason
Hefur fengið að spila minna hjá Aston Villa en flestir áttu von á. Hefur mikið verið á bekknum.


Jón Daði Böðvarsson
Hefur verið inn og út úr liði Reading en er markahæsti leikmaður liðsins og er að spila vel.


Alfreð Finnbogason
Hefur ekkert komið við sögu hjá Augsburg á þessu tímabili vegna meiðsla.


Björn Bergmann Sigurðarson
Hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum hjá Rostov í Rússlandi.


Kolbeinn Sigþórsson
Kannski ekki sá mikilvægasti í dag en leikmaður sem hefur skorað 22 mörk í 45 landsleikum á heima í svona samantekt. Fær ekkert að spila hjá Nantes og staða hans virðist vera virkilega slæm þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“