Glenn Tamplin, eigandi Billericay Town á Englandi, hefur ákveðið að selja félagið sem hann keypti árið 2016.
Tamplin var á dögunum ásakaður um að hafa tekið inn kókaín á klósettum vallar Billericay og var lögreglan kölluð á svæðið.
Lögreglan mætti á heimavöll Billericay til að ræða við Tamplin og fékk hann að heyra ásakanirnar fyrir framan börnin sín.
Dóttir Tamplin varð mjög hrædd eftir komu lögreglunnar og hefur Tamplin nú fengið nóg af þessari meðferð.
,,Félagið verður komið á sölulista á morgun. Ég get ekki tekið þessu lengur. Eftir leikinn við Woking sagði stjórnarformaður þeirra að lögreglan vildi ræða við mig,” sagði Tamplin.
,,Þeir sögðu mér að þeir hafi fengið símtal þar sem sagt var að ég væri á klósettinu að taka kókaín. Ég bað þá um að taka prufu en þeir voru ekki með tækin í það.”
,,15 mínútum síðar var bifreið mín stöðvuð og ég var spurður út í það hvort ég hafi verið að taka inn eiturlyf, fyrir framan fimm ára dóttur mína og átta ára son. Ég er ekki tilbúinn að gera þeim þetta. Ekki fyrir fótboltann.”
Tamplin hefur eytt miklu í að gera Billericay að því félagið sem það er í dag en hann talið er að hann hafi pungað út alls 2,5 milljónum punda.